Fimmtudagur 29. ágúst 2013 kl. 13:31
Eru trampólínin komin í skjól?
Lögreglan á Suðurnesjum hvetur fólk á Suðurnesjum til að hafa varann á sér vegna þess óveðurs sem spáð er á landinu um helgina. Óvíst er hvort áhrifa veðursins gætir hér en allur sé varinn góður og því ráð að kanna hvort trampólín og annað lauslegt sé ekki í öruggu skjóli.