Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eru Selatangar í hættu?
Selatangar. Mynd af vef Grindavíkurbæjar.
Þriðjudagur 15. mars 2016 kl. 10:00

Eru Selatangar í hættu?

- Ráðstefna í Hópsskóla í kvöld

Ráðstefna verður haldin í kvöld í Hópsskóla í Grindavík undir yfirskriftinni: „Strandminjar í hættu – lífróður“. Minja- og sögufélagið boðar til ráðstefnu um málefni minja sem eru í hættu vegna ágangs sjávar eins og Selatangar. Ráðstefnan hefst kl. 20.

Eyþór Eðvarðsson fjallar um minjar við ströndina, stöðu mála og hvað hægt er að gera til að takast á við þróunina.  Yfirskrift fyrirlesturins heitir: Látum hendur standa fram úr ermum. Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Þær minjar sem ekki síst eru í hættu eru minjar um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Um er að ræða gríðarlegt magn ómetnalegra menningarverðmæta sem eru nær órannsökuð og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn.

Einnig flytur Oddgeir Isaksen frá Minjastofnun erindi. Allir velkomnir og hvetjum við sem flesta til að koma og fræðast um alvarlega stöðu strandminja á Íslandi, segir í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024