Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eru fleiri sætar stelpur á ballinu?
Skúli Mogensen sagði á fundi Heklunnar að ekkert svæði á landinu væri með jafn góða framtíðarmöguleika og Suðurnesin, sem væru „sætasta stelpan á ballinu“.
Þriðjudagur 11. október 2016 kl. 10:15

Eru fleiri sætar stelpur á ballinu?

Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja mun standa fyrir hádegisfundi þann 27. október þar sem fjallað verður um verðmætasköpun í atvinnulífinu og skoðuð þau tækifæri sem búa á Suðurnesjum.
Á haustfundi Heklunnar á sama tíma í fyrra var Skúli Mogensen, forstjóri Wow með stór orð um Suðurnesin og framtíðarmöguleika svæðins, - og líkti því að 'Suðurnesin væru sætasta stelpan á ballinu'. Það er óhætt að segja að það hafi verið orð að sönnu.
Að sögn Bjarkar Guðjónsdóttur verkefnastjóra Heklunnar hefur mikill viðsnúningur orðið á atvinnulífinu á Suðurnesjum á stuttum tíma. „Nú glímum við við það lúxusvandamál að hér vantar fólk í vinnu og þar á ferðaþjónustan stóran þátt en líkja má Flugstöð Leifs Eiríkssonar við stóriðju okkar Suðurnesjamanna“.

Að sögn Bjarkar er ferðaþjónustan kærkomin en þó dugi ekki að setja öll eggin í sömu körfuna og því verði atvinnumálin skoðuð í sinni víðustu mynd og fengið sjónarhorn fjölbreyttra fyrirlesara sem fjalla munu um efnið. Þeir eru Grímur Sæmundsen formaður Samtaka Ferðaþjónustunnar (SAF) og forstjóri Bláa Lónsins hf., Heiðar Guðjónsson hagfræðingur og formaður stjórnar Vodafone og varaformaður stjórnar HS veitna og dr. Anna Karlsdóttir sérfræðingur hjá Nordregio.

Ari Eldjárn uppistandari mun slá á létta strengi á fundinum en fundarstjóri er Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Heklunnar og SSS.
Fundurinn verður haldinn í Bergi, Hljómahöll og er fundurinn öllum opinn. Skráning er hafin á heklan.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024