Ertu efni í pistlahöfund?
Víkurfréttir óska eftir að komast í samband við pistlahöfunda sem hafa áhuga á að skrifa pistla fyrir netútgáfu Víkurfrétta, www.vf.is. Við leitum að fólki á öllum aldri og með fjölbreytt áhugasvið. Við leitum að fólki til að skrifa jafnt stutta sem lengri pistla.
Viltu skrifa um börn, unglinga, konur, karla eða aldraða. Viltu skrifa um heilsu, líkamsrækt, mat, vín, safnara, flugmódel, kynlíf, tísku, sportbíla, sögulega hluti, gömul hús, fasteignir, fjármál, hestamennsku, garðrækt, kvikmyndir, tónlist, málaralist, handavinnu, skátastarf, stangveiði, útivist eða hvað sem þér dettur í hug? Það er aldrei að vita nema þú eigir samleið með okkur hér á vef Víkurfrétta, því í sumar ætlum við að bjóða lesendum upp á fjölbreyttan og skemmtilegan vef sem höfðar til sem flestra. Pistlahöfundar ráða því hvort þeir koma fram undir nafni eða ekki.
Áhugasamir geta sent okkur póst á póstfangið [email protected] þar sem veittar verða nánari upplýsingar. Hafi fólk ábendingar um áhugavert efni fyrir pistlahöfunda, en treystir sér ekki sjálft til að skrifa þá, má senda þær á sama póstfang, [email protected].
Myndin: Áhugasamur sportisti að skrifa um fótboltasumarið! Víkurfréttir á Netinu leita nú að áhugasömum pistlahöfundum til að skrifa pistla á vefinn í sumar og til framtíðar.