ERTU ÁHUGAMAÐUR UM UMHVERFISMÁL
Bæjastjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að sveitarélagið taki þátt í verkefninu Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21) sem fjallar um mótun heilstæðrar umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið og nágrenni þess. Forsenda verkefnisins er að stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök taki virkan þátt í verkefninu sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur yfirumsjón með. Fyrstu skrefin hafa verið tekin. Búið er að skipa stýrihóp á vegum bæjarstjórnar en í honum sitja Kjartan Már Kjartansson, sem jafnframt er formaður hópsins, Björk Guðjónsdóttir og Ólafur Thordersen. Stýrihópurinn mun njóta aðstoðar starfsfólks Tæknideildar Reykjanesbæjar.Næsta skref er að gera úttekt á núverandi stöðu í ýmsum málaflokkum. Til þess að kynna þann hluta verkefnisins hafa fjölmargir aðilar í sveitarfélaginu verið boðaðir til fundar fimmtudaginn 18. febrúar kl. 17.00-19.00 í fundarsal Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, 2. hæð. Fundurinn er einnig opinn öllum áhugasömum einstaklingum.