Atnorth
Atnorth

Fréttir

Ert þú aflögufær með matvæli og fatnað fyrir Mæðrastyrksnefnd?
Mánudagur 8. nóvember 2010 kl. 15:38

Ert þú aflögufær með matvæli og fatnað fyrir Mæðrastyrksnefnd?

Nokkrir áhugasamir iðnaðarmenn í Grindavík hafa tekið sig saman og safna matvælum og fatnaði fyrir Mæðrastyrksnefnd. Tekið verður á móti matvælum og fatnaði að Staðarsundi 7 (í húsi TG Raf) fyrir Mæðrastyrksnefnd, í kvöld mánudagskvöldið 8. nóvember kl. 20:00-22:00. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.

Ef þú ert aflögufær að gefa smáræði af mat eins og dósamat, pakkavöru eða átt möguleika að fara í búð og versla fyrir 500 til 1000 kr. og gefa Mæðrastyrksnefnd, þá gerir þú góðverk.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Eins ef þú átt fatnað sem þú ert hætt/ur að nota þá er það vel þegið.

Einnig taka þeir á móti frosnum matvælum og grunar þá að við Grindvíkingar eigi fisk í frystinum sem hægt er að gefa. Iðnaðarmennirnir sjá sjálfir um að taka við matavælum og fatnaði og keyra að kostnaðarlausu til Mæðrastyrksnefndar þriðjudaginn 9. nóvember og fer þetta í úthlutun miðvikudaginn 10. nóvember.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025