Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ernir styrkir Arnar
Laugardagur 15. febrúar 2003 kl. 09:35

Ernir styrkir Arnar

Bifhjólaklúbburinn Ernir í Reykjanesbæ afhenti Arnari Helga Lárussyni peningastyrk að upphæð 25 þúsund krónur í gær. Í viðtali sem Víkurfréttir áttu fyrir stuttu við Arnar Helga kom fram að hann hyggst fara til Frakklands í svokallaða leisermeðferð, en Arnar lamaðist fyrir neðan brjóst í mótorhjólaslysi kvöldið fyrir síðustu Ljósanótt. Einar Björnsson formaður Bifhjólaklúbbsins Arna sagði við þetta tilefni að stjórn félagsins hefði ákveðið að styrkja Arnar með þessum hætti og um leið hvetja almenning til að leggja meðferð Arnars lið. Þeir sem vilja leggja Arnari lið er bent á reikning í Sparisjóð Keflavíkur: 1109-05-409500

VF-ljósmynd: Einar Björnsson, Vilhjálmur Nikulásson og Hannes H. Gilbert forsvarsmenn bifhjólaklúbbsins Arna afhenta Arnari Helga peningastyrk að upphæð 25 þúsund krónur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024