Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erna Björnsdóttir heiðruð með fyrstu bleiku slaufunni
Sigrún Ólafsdóttir nælir bleiku slaufuna í Ernu Björnsdóttur, sem vann frumkvöðlastarf fyrir Krabbameinsfélag Suðurnesja.
Fimmtudagur 3. október 2013 kl. 09:26

Erna Björnsdóttir heiðruð með fyrstu bleiku slaufunni

Krabbameinsfélag Suðurnesja er að setja aukinn kraft í starfsemi sína þessar vikurnar eftir að hafa tekið undanfarna mánuði í að endurskipuleggja starf sitt en í félaginu eru um 750 félagsmenn. Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn starfsmaður félagsins en hún hóf störf þann 1. september sl. Félagið er með skrifstofu að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ og þar er opið alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12 til 16. Þar er boðið upp á fræðslu og upplýsingagjöf sem Sigrún sinnir.

Sala á bleiku slaufunni hófst 1. október. Bleiki mánuðurinn er mikilvægur til að minna konur á að huga að heilsu sinni og þiggja boð um að mæta í leit að krabbameinum í leghálsi og brjóstum.

Byggingar verða lýstar upp og bleikur dagur haldinn um land allt. Á Suðurnesjum verða fleiri byggingar lýstar bleikar en undanfarin ár og verða t.d. allar kirkjurnar á svæðinu lýstar upp með bleikum ljósum.
Erna Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur vann frumkvöðlastarf á vegum Krabbameinsfélags Suðurnesja. Af því tilefni var henni afhent fyrsta bleika slaufan á Suðurnesjum í byrjun vikunnar. Það kom í hlut Sigrúnar Ólafsdóttur að næla í hana slaufunni sem er vandaður og eigulegur gripur. Bleika slaufan er seld nú í október til fjáröflunar fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Krabbameinsfélag Suðurnesja er einnig í fjáröflun í október fyrir sína starfsemi og hefur m.a. leitað til veitingastaða að bjóða sérstakan matseðil fimmtudaginn 17. október þar sem hluti af innkomu rennur til Kabbameinsfélags Suðurnesja. Þegar hefur verið tilkynnt að veitingastaðurinn Vocal á Icelandair hótelinu í Keflavík tekur þátt í þessari uppákomu og hvetur félagið fleiri veitingastaði á Suðurnesjum til þátttöku. Skiptir þá engu hvort staðirnir selji steikur eða pizzur.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024