Erlingskvöld: Listamaðurinn mætir sjálfur
Hið árlega Erlingskvöld Bókasafn Reykjanesbæjar, til heiðurs Erlingi Jónssyni, listamanni verður haldið fimmtudagskvöldið 31. mars n.k og svo skemmtilega vill til að Erlingur verður viðstaddur og tekur til máls. Dagskráin fer fram í Listasafni Reykjanesbæjar, Duus-húsum.
Erlingur Jónsson hefur á þessari öld fært Bókasafni Reykjanesbæjar tvö verk, bronslágmyndir af Halldóri Laxness og Matthíasi Johannessen. Þá færði áhugahópur að Listasafni Erlings Jónssonar safninu Laxness-fjöðrina árið 2002, en afsteypunni var fundinn staður framan við húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (áður Barnaskólinn í Keflavík). Lágmyndirnar eru nú meðal verka Erlings á sýningunni Erlingur Jónsson og samtímamenn í Listasafni Reykjanesbæjar.
Árið 2002 var ákveðið að bókasafnið skyldi standa fyrir árlegu Erlingskvöldi á eða nálægt fæðingardegi listamannsins, sem er 30. mars og er þetta í þriðja sinn sem það er haldið. Í ár fagnar Erlingur 75 ára afmæli og því er Erlingskvöldið helgað honum.
Boðið verður upp á upplestur og tónlistaratriði, vinir Erlings munu flytja afmælisávarp og sjálfur mun Erlingur koma fram. Einnig verður afsteypa af Laxness-fjöðrinni afhent þeim nemendum úr Myllubakkaskóla sem skáru framúr í ritgerðarsemkeppni.
Að Erlingskvöldi í ár standa Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og Áhugahópur um Listasafn Erlings Jónssonar.
Erlingur Jónsson hefur á þessari öld fært Bókasafni Reykjanesbæjar tvö verk, bronslágmyndir af Halldóri Laxness og Matthíasi Johannessen. Þá færði áhugahópur að Listasafni Erlings Jónssonar safninu Laxness-fjöðrina árið 2002, en afsteypunni var fundinn staður framan við húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (áður Barnaskólinn í Keflavík). Lágmyndirnar eru nú meðal verka Erlings á sýningunni Erlingur Jónsson og samtímamenn í Listasafni Reykjanesbæjar.
Árið 2002 var ákveðið að bókasafnið skyldi standa fyrir árlegu Erlingskvöldi á eða nálægt fæðingardegi listamannsins, sem er 30. mars og er þetta í þriðja sinn sem það er haldið. Í ár fagnar Erlingur 75 ára afmæli og því er Erlingskvöldið helgað honum.
Boðið verður upp á upplestur og tónlistaratriði, vinir Erlings munu flytja afmælisávarp og sjálfur mun Erlingur koma fram. Einnig verður afsteypa af Laxness-fjöðrinni afhent þeim nemendum úr Myllubakkaskóla sem skáru framúr í ritgerðarsemkeppni.
Að Erlingskvöldi í ár standa Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og Áhugahópur um Listasafn Erlings Jónssonar.