Erling og Stafnes aflahæstir í maí
Tveir netabátar á Suðurnesjum eru efstir á lista Gísla Reynissonar á vefsíðunni www.aflafrettir.com yfir aflahæstu netabátana í maí. Erling KE trónir efstur með tæplega 290 tonn í 19 sjóferðum. Stafnes KE kemur þar á eftir með rúm 225 tonn í aðeins 6 sjóferðum og fékk mest 55 tonn í einum róðri. Meginuppistaðan í afla skipsins undanfarið hefur verið ufsi. Þá er Ósk KE í sjöunda sæti listans með 77 tonn en alls eru 30 netabátar á listanum.