Erling aflahæstur
Aflaklærnar á Erling KE hafa að venju skipað sér efst á lista aflafretta.com yfir aflahæstu netabátana í október. Eftir fimm róðra er báturinn búinn að landa rétt rúmum 349 tonnum og er mikill hluti aflans ufsi. Erling hefur fengið mest tæp 88 tonn í einum róðri. Í öðru sæti á listanum er Friðrik Sigurðsson ÁR með rúm 208 tonn. Sjá www.aflafrettir.com