Erlendur ökumaður í vímu með falsað ökuskírteini
Erlendur ökumaður sem ók gegn einstefnu í Keflavík um helgina reyndist hafa ýmislegt fleira á samviskunni þegar lögreglumenn á Suðurnesjum ræddu við hann. Sýnatökur á lögreglustöð gáfu jákvæða svörun á að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökuskírteini sem hann framvísaði vera grunnfalsað.
Annar ökumaður, sem einnig var grunaður um fíkniefnaakstur var með smelluláspoka í bifreiðinni og innihélt hann kannabis.
Nokkrir til viðbótar voru teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.