Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 22. ágúst 2002 kl. 13:47

Erlendur betlari angrar fólk í miðbæ Keflavíkur

Kona af erlendu bergi brotin hefur angrað fólk með betli í miðbæ Keflavíkur síðustu daga. Eldri hjón, búsett í Keflavík, lentu í konunni í morgun þegar þau komu út úr skartgripaverslun í Keflavík. Konan, sem er dökk á hörund og svarthærð vatt sér að keflvísku hjónunum og óskaði eftir fjárframlagi frá þeim þar sem hún ætti fimm börn í Kosovo.Viðmælandi blaðsins sagði konuna hafa talað við sig á ensku og elt alla leið út í bíl. Þar hafi hún hindrað það að hægt væri að loka bílhurðinni og endurtekið ósk sína um fjárframlag, hversu stórt sem það væri. Viðmælandi Víkurfrétta sagðist hafa farið í veskið sitt og látið konuna hafa 500 krónur til að losna við betlarann. "Mér var mjög brugðið og átti alls ekki von á þessu hér heima á Íslandi, hvað þá í Keflavík," sagði viðmælandinn við blaðamann Víkurfrétta.
Víkurfréttir hafa heimildir fyrir því að síðustu daga hafi erlend kona með slæðu á höfði farið um betlandi í miðbæ Keflavíkur.
Lögreglan í Keflavík hafði ekki heyrt af málinu þegar til hennar var leitað nú eftir hádegið. Þar á bæ ætluðu menn að kanna málið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024