Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erlendum ríkisborgurum fjölgar í Reykjanesbæ
Mánudagur 23. júlí 2018 kl. 12:41

Erlendum ríkisborgurum fjölgar í Reykjanesbæ

Erlendir ríkisborgarar voru 8,6% í lok árs 2011 en í dag eru þeir 23%, Kjarninn greinir frá þessu í dag. Þar segir að hlutfallslega setjist flestir erlendir ríkisborgarar að í Reykjanesbæ og hefur því tala þeirra tæplega fjórfaldast frá árinu 2011. Frá byrjun árs 2018 hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað um 18% um áramót voru þeir 3650 og núna eru þeir 4270.

Aðal ástæða fjölgunar erlendra ríkisborgara í Reykjanesbæ er aukið vinnuafl í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en mikið mannafl þarf til starfa vegna fjölgunar ferðamanna. Á vef Kjarnans segir að þessi staða hafi gert það að verkum að breytingar á samsetningu íbúa í Reykjanesbæ hafi orðið meiri en áður hefur þekkst í íslensku samfélagi. Nánar er hægt að lesa um fjölgun erlendra ríkisborgara hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024