Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erlendir verkamenn búa í hjólhýsum í íbúabyggð - yfirvöld skoða málið í dag
Þriðjudagur 22. maí 2007 kl. 12:54

Erlendir verkamenn búa í hjólhýsum í íbúabyggð - yfirvöld skoða málið í dag

Slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja og byggingafulltrúi frá Reykjanesbæ munu í dag kanna aðstæður við íbúðarhús í Njarðvík þar sem fjölda hjólhýsa hefur verið komið fyrir. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta gista erlendir verkamenn í hjólhýsunum.

Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að auknar heimildir í nýjum brunavarnalögum veiti slökkviliðum aukna aðkomu að málum sem þessum. Hjólhýsin sem slík standast allar kröfur um hreinlætisaðstöðu en staðsetning þeirra vekur upp spurningar hjá yfirvöldum. Þeim er lagt mjög þétt og því getur verið sambrunahætta. Þá segir Sigmundur að ef um starfsemi er að ræða, s.s. sölu á gistingu í hjólhýsunum, þá er ekki starfsleyfi fyrir slíku á þessum stað.

Víkurfréttir hafa fengið það staðfest að kvartað hafi verið undan hjólhýsunum bæði við Reykjanesbæ og einnig hjá Brunavörnum Suðurnesja.

Mynd: Hjólhýsin fyrir utan íbúðarhús í einu af hverfum Reykjanesbæjar í dag. Íbúar í hverfinu hafa kvartað og yfirvöld kanna aðstæður núna eftir hádegið.  VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024