Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erlendir karlmenn með oxycontintöflur í nærbuxum sínum
Þriðjudagur 7. september 2021 kl. 16:50

Erlendir karlmenn með oxycontintöflur í nærbuxum sínum

Tveir erlendir karlmenn voru staðnir að því í lok síðasta mánaðar að reyna að smygla inn í landið 833 oxycontintöflum. Tollverðir stöðvuðu þá við komuna til landsins frá Varsjá í Póllandi. Töflunum höfðu þeir komið fyrir í pokum í nærbuxum sínum.

Þeir voru handteknir og sættu skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Húsleit var gerð hjá karlmanni sem talinn var tengjast hinum tveim ofangreindu og fundust þar meint fíkniefni og sterar. Að auki talsverðir fjármunir sem voru haldlagðir.

Fyrr í síðasta mánuði handtók lögreglan erlendan karlmann á Keflavíkurflugvelli. Við líkamsleit á honum við komuna frá Gdansk í Póllandi fundu tollverðir 1301 töflu af oxycontin sem hann hafði komið fyrir undir nærfatnaði sínum. Hann var færður á lögreglustöð til skýrslutöku.

Þá var íslenskur karlmaður handtekinn, einnig í ágústmánuði, þegar hann reyndi að smygla amfetamíni til landsins. Tollverðir fundu pakkningu með efninu í tösku hans við komuna frá Amsterdam í Hollandi. Þá fannst einnig lítið ílát með meintu amfetamíni við líkamsleit á honum. Hann var fluttur til skýrslutöku á lögreglustöð.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook - síðu lögreglunnar á Suðurnesjum: https://www.facebook.com/lss.abending/