Erlendir fjárfestar sýna GGE áhuga
Bandarískir fjárfestar hafa áhuga á að kaupa hlut í Geysi Green Energy (GGE), samkvæmt því sem MBL greinir frá í morgun. Íslandsbanki á handveð í öllum hlut félagsins í Hitaveitu Suðurnesja og samkvæmt nýlegu mati á eignum og skuldum GGE er eigið fé þess að mestu uppurið, segir í frétt MBL.
Heimildir Morgunblaðsins herma að erlendu fjárfestarnir hafi fundað ásamt Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra GGE, með fulltrúum iðnaðarráðuneytisins fyrir skemmstu. Ásgeir staðfestir í samtali við MBL að erlendir aðilar hafi verið hérlendis en vill ekki segja hverjir þeir eru.
GGE á þriðjungshlut í HS-veitum og HS-orku.