Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erlendir fjárfestar skoða Hitaveitu Suðurnesja
Mánudagur 20. apríl 2009 kl. 08:35

Erlendir fjárfestar skoða Hitaveitu Suðurnesja


Erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á að kaupa fimmtán prósenta hlut Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja. Einnig er rætt um sölu á fimmtán prósenta eignarhlut sem OR og Hafnarfjarðarbær deila um eignarhald á. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Haft er eftir Guðlaugi G. Sverrissyni, stjórnarformanni Orkuveitunnar, að nokkrir aðilar hafi lýst yfir áhuga á hlutnum, bæði innlendir og erlendir.

Ekki fæst uppgefið um hvaða erlendu aðila er að ræða, en Guðlaugur segir þá bæði vera frá Bandaríkjunum og Evrópu.

Sjá nánar á visi.is hér.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Orkuver HS í Svartsengi.