Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erlendir ferðamenn í ógöngum
Föstudagur 16. febrúar 2018 kl. 10:43

Erlendir ferðamenn í ógöngum

Talsvert hefur verið um að erlendir ferðamenn hafi lent í vandræðum í ófærðinni sem verið hefur á undanförnum dögum. Í morgun var lögreglunni á Suðurnesjum tilkynnt um einn slíkan sem hafði fest bíl sinn við hótel í Reykjanesbæ.

Þá var tilkynnt um ferðamenn sem höfðu fest bifreið sína í snjó á Krýsuvíkurvegi við Kleifarvatn. Jafnframt barst aðstoðarbeiðni  vegna ferðafólks sem lenti í vandræðum á Grindavíkurvegi, þar hafði það fest bifreið sína utan vegar í snjó en engin slys urðu á fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024