Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erlend umfjöllun milljarða virði
Tugþúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli og milljarðar jarðarbúa hafa lesið fréttir og séð myndir af gosinu í erlendum fjölmiðlum. Umfjöllunin og kynningin á Reykjanesskaganum er metin á 6,6 milljarða króna. Víkurfréttamynd: Jón Hilmarsson
Miðvikudagur 14. apríl 2021 kl. 17:17

Erlend umfjöllun milljarða virði

Samkvæmt greiningu á umfjöllun yfir fyrstu þrjár vikur eldsumbrotanna er áætlað að virði þeirra sé um 6,6 milljarða króna ef slík umfjöllun væri keypt. Uppsafnaður lestur umfjallananna er svo um 25 milljarðar. Eldgosið á Reykjanesskaga hefur hlotið mikla athygli í fjölmiðlum bæði innanlands og víða um heim. Íslandsstofa, í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness, vaktar umfjöllun um Reykjanesskagann og umbrotin í Geldingadölum í erlendum fjölmiðlum.

„Við höfum verið í sambandi við stóra erlenda fréttamiðla, stærstu nöfnin í bransanum sem eru væntanleg til landsins og vilja taka upp við gosið, þannig að umfjöllun er hvergi nærri lokið“ segir Eyþór Sæmundsson, verkefnastjóri miðla hjá Markaðsstofu Reykjaness. „Komið hefur fram frá sérfræðingum Íslandsstofu að þarna sé að verða til einn flottasti áfangastaður landsins í miðjum Reykjanes jarðvangi, við getum ekki mótmælt því. Þetta er ótrúleg umfjöllun sem svæðið okkar er að fá og segja má að heimsbyggðin sé loks að uppgötva Reykjanes sem áfangastað.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mestur áhugi frá Bandaríkjum

Skömmu eftir gos hófst Íslandsstofa handa við að kynna það fyrir erlendum ferðamönnum. Bandaríkjamenn virðast vera áhugasamastir um eldgosið en 39% af umfjöllunni á sér stað þar í landi. Bretar og Þjóðverjar koma næst á eftir hvað áhuga varðar á gosinu. Á heildina litið hefur umfjöllunin verið hófstillt og skapar frekar áhuga á eldgosinu og Íslandi frekar en ótta.

Samkvæmt talningu Íslandsstofu hafa verið skrifaðar yfir 16.000 greinar um gosið í erlendum miðlum, sem virðist vekja athygli sérstaklega í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. „Þaðan er okkar helsti markhópur að koma þannig að þetta eru góðar fréttir. Það er svo á okkar ábyrgð í samstafi við Íslandsstofu að kynna svæðið og eldgosið á ábyrgðarfullan hátt þannig að ferðahegðun sé til fyrirmyndar. Það getur verið snúið að eiga við áfangastað eins og þennan sem er áhugarverður en á sama tíma varasamur og breytilegur.“