Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erlend lögregla vill kaupa lögregluhunda frá Suðurnesjum
Þriðjudagur 9. ágúst 2011 kl. 11:56

Erlend lögregla vill kaupa lögregluhunda frá Suðurnesjum

Fjórir af átta hvolpum tíkar lögreglunnar á Suðurnesjum og hunds Tollgæslunnar þykja efnilegir fíkniefnaleitarhundar. Erlend lögregluyfirvöld vilja kaupa íslenska fíkniefnaleitarhunda en ríkislögreglustjóri vill ekki selja. Verkefnin séu næg fyrir hundana hér á landi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2010, sem RÚV vitnar til, kemur fram að lögreglan sé nú með fíkniefnaleitarhunda  í öllum landsfjórðungum. Í fyrra fundu þeir efni í 384 skipti. Verð á fíkniefnahundum erlendis hefur snarhækkað í kjölfar efnahgsbreytinga.


Í sparnaði tók lögreglan til þess ráðs að að kynna tík embættisins á Suðurnesjum fyrir hundi Tollgæslunnar. Þau kynni skiluðu átta hvolpum og hefur nú komið í ljós að fjórir þeirra teljast efnilegir til fíkniefnaleitar og hafa staðist próf í þeim fræðum. Íslenskir leitarhundar eru eftirsóttir  og vilja erlend lögregluyfirvöld gjarnan kaupa þá. Þeim tilboðum hefur hins vegar ekki verið tekið, þar sem ræktunin er nýhafin og rétt nær að mæta þörfinni hérlendis.