Erla vann silfur í Mónakó
Erla Kristinsdóttur, starfsstúlka hjá Kaffitári í Kringlunni, gerði sér lítið fyrir um dagana og vann silfurverðlaun á fyrsta heimsmeistaramóti kaffibarþjóna sem haldið var í Monte Carlo í Mónakó. Erla er jafnframt Íslandsmeistari kaffibarþjóna. Keppendur koma frá sextán þjóðum en mótið var haldið dagana 13.-15. október. Undankeppnin hófst föstudaginn 13. október. Erla var fyrst til að komast í úrslitakeppnina en úrslitin fóru fram sunnudaginn 15. okt. og var Erla eina konan í úrslitakeppninni. Hún náði frábærum árangri og hafnaði í öðru sæti.Aðalheiður Héðinsdóttir, kaffimeistari og framkvæmdastjóri Kaffitárs, hefur setið í undrbúningsnefnd mótsins og var einn af alþjóðadómurum keppninnar. Hún stýrð einnig umræðum á ráðstefnu í tengslum við keppnina en samhliða keppninni fór fram ráðstefna og kaffisýning.Á keppni sem þessari meta dómarar ekki bara bragð kaffidrykkjanna heldur einnig tækni og kunnáttu í lögun þeirra. Erla æfði daglega síðustu vikurnar og hafði undirbúið þátttökuna vandlega. Kaffið og mjólkina tók hún með sér frá Íslandi, svo gæðin skiluðu örugglega alla leið í bollann. Það kom sér vel því mjólkin á staðnum var vond.Í úrslitunum þurfti Erla að útbúa fjóra cappuccino, fjóra expressó og fjóra drykki eftir eigin uppskrift sem hún kallaði, „Rumba in Reykjavík“. Sigurlaun hennar var silfurlituð greip, sem er áhald til að útbúa expressó drykki.