Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erjur á Ströndinni
Þriðjudagur 12. október 2004 kl. 09:22

Erjur á Ströndinni

Lögreglan í Keflavík var kölluð að húsi á Vatnsleysuströnd í nótt vegna þess að erjur höfðu brotist út á milli húsráðanda og gesta. Áfengi var þar haft um hönd, en einum gestanna var ekið til síns heima.

Dagvaktin var róleg þar sem einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut og einn var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot.
Þá voru skráningarnúmer tekin af tveimur bifreiðum þar sem umráðamenn bifreiðanna höfðu ekki fært þær til aðalskoðunar á réttum tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024