Erindi um sögu Keflavíkur á Bókasafninu
Guðleifur Sigurjónsson, forstöðumaður Byggðasafns Suðurnesja, flytur erindi um sögu Keflavíkur á Bókasafni Reykjanesbæjar í kvöld kl. 20:00.Erindið nefnir hann „Vörðubrot úr sögu Keflavíkur“. Guðleifur er með fróðari mönnum um sögu staðarins en þessu erindi má enginn missa af. Eftir fyrirlesturinn verður farið í stutta vettvangsferð ef aðstæður leyfa. Tilvalið tækifæri að kynnast sögu byggðar í Keflavík.