Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erilsöm nótt hjá lögreglu
Sunnudagur 22. apríl 2007 kl. 10:29

Erilsöm nótt hjá lögreglu

Annríki var hjá Lögreglunni á Suðurnesjum í nótt þar sem mikið var um ölvun og slagsmál í bænum.
Alls gistu fimm menn fangageymslur en einnig fannst maður sem lá í blóði sínu á Hafnargötu í Reykjanesbæ. Hann hafði verið sleginn með þeim afleiðingum að tönn brotnaði í honum og hann fékk skurð á hnakka.

Þá sinnti lögregla tveimur útköllum vegna hávaða í heimahúsum, einn ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Hraði þeirra mældist 124 og 125 km/klst þar sem löglegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024