Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Erilsöm nótt hjá lögreglu
Sunnudagur 8. október 2006 kl. 11:07

Erilsöm nótt hjá lögreglu

Annríki var hjá Lögreglunni í Keflavík í nótt og þurfti hún að sinna talsvert mörgum útköllum vegna slagsmála og ölvunar fólks á Hafnargötunni og skemmtistöðum bæjarins. Af þessum sökum fengu fjórir einstaklingar  gistingu í fangageymslum lögreglunnar í nótt.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur.

Lögreglan stóð átta börn og unglinga að því að brjóta útivistarreglur í umdæminu. Börn yngri en 12 ára eiga að vera inni eftir kl. 20:00 og unglingar yngri en 16 ára eiga að vera komnir inn kl. 22:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024