Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erilsöm nótt hjá lögreglu
Sunnudagur 3. október 2004 kl. 14:40

Erilsöm nótt hjá lögreglu

Lögreglan var kölluð að húsi í Njarðvík skömmu eftir miðnætti en þar var kona skorin á höfði. Var hún flutt á HSS þar sem sauma þurfti saman sár á höfði hennar. Hafði hún lent í útistöðum við eiginmann sinn. Annars var nokkuð var um útköll hjá lögreglu í nótt.

Um þrjúleytið óskaði leigubifreiðastjóri aðstoðar lögreglu þar sem hann var á Heiðarvegi. Hafði farþegi sem hann var að aka hlaupið á brott án þess að greiða ökugjaldið.

Á fimmta tímanum var lögreglan kölluð út að Hafnargötu 30 vegna líkamsárásar. Höfðu tveir piltar ráðist á annan. Einn fór á HSS með minniháttar áverka. Í átökunum urðu skemmdir á bifreið sem þar var.

Undir morgun var tilkynnt um áfengisdauðan mann á baklóð húss í Garði. Var manninum komið til síns heima þar skammt frá.

Þar fyrir utan bárust tvö hávaðaútköll og þrír voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist sá sem hraðast ók vera á 116 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024