Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erilsöm helgi hjá lögreglu
Mánudagur 11. apríl 2005 kl. 09:36

Erilsöm helgi hjá lögreglu

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Keflavík aðfararnótt sunnudags. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar auk þess sem þeir voru í þrígang kallaðir að skemmtistað í Reykjanesbæ vegna slagsmála sem þar voru.

Í nótt var svo einn ökumaður tekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Næturvaktin var annars tíðindalítil að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024