Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erilsamur dagur hjá lögreglunni
Föstudagur 30. júlí 2004 kl. 10:18

Erilsamur dagur hjá lögreglunni

Í nógu var að snúast hjá lögreglunni í gær, fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að virða ekki tilsettar hraðatakmarkanir, einn fyrir notkun farsíma án handfrjálss búnaðar og einn gerðist sekur um að aka beltislaus.

Þrjú umferðaróhöpp voru í umdæminu í gær, það fyrsta við Rósaselstorg á Flugvallarvegi þar sem tvær stúlkur voru fluttar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og svo til Reykjavíkur til nánari athugunar. Bifreiðin sem stúlkurnar voru í er talin ónýt.

Annað umferðaróhappið átti sér stað í gærkvöldi um níu leytið þar sem einn aðili var fluttur burt með minniháttar meiðsl og fékk að fara heim að lokinni skoðun. Skömmu síðar var tilkynnt um árekstur á gatnamótum Flugvallarvegar og Efstaleitis í Keflavík. Ökumaður annarar bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur og var því færður á lögreglustöðina til rannsóknar.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024