Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 16. febrúar 2000 kl. 16:37

Erilsamt og skemmtilegt starf

segir Guðmundur Sighvatsson umsjónarmaður Reykjaneshallarinnar.Hann segir að nýja starfið leggist mjög vel í sig. „Það hefur verið í mörgu að snúast en þetta hefur allt saman gengið mjög vel“, segir Guðmundur og brosir en blaðamaður var einmitt búinn að hafa mikið fyrir því að ná af honum tali. Guðmundur segir að Reykja-neshöllin hafi gífurlega mikla þýðingu fyrir íþrótta-hreyfinguna í Reykanesbæ. „Ég á von á að það verði mikill uppgangur í íþróttunum á næstu árum. Ein ástæða þess er sú að með tilkomu þessa húss og íþróttahússins við Heiðarskóla, aukast æfingatímar fyrir allar íþróttagreinar í bæjarfélaginu.“ Frá því að æfingar hófust í húsinu þann 18. janúar s.l., hefur verið mikið um að vera í húsinu að sögn Guðmundar. Hann segir að fólk hafi helst kvartað yfir því að æfinga-leikirnir, sem þar hafa verið, hafi ekki verið auglýstir. „Það hefur ekki verið til siðs að auglýsa æfingaleiki. Þegar deildarbikarkeppnin hefst nú í byrjun mars, verður sagt frá því í Víkurfréttum hvaða leikir eru framundan, svo fólk ætti að geta fylgst vel með“, segir Guðmundur og bætir við að húsið sé að sjálfsögðu opið öllum íbúum bæjarfélagsins sem vilja stunda sína daglegu hreyfingu innanhús þegar veður eru vond. Í húsinu er fyrirmyndar göngubraut. Hún er um 300 metra löng og malbikuð. Húsið opnar klukkan 11:30 á daginn og fólki er frjálst að koma og nota brautina hvenær sem er.“ Næstu mánuðir eru fullbókaðir í Reykjaneshöllinni, þannig að áhugann vantar greinilega ekki. Fyrsti leikur deildarbikarkeppninnar í fótbolta verður 3. mars í Höllinni. Þá keppir Keflavík á móti ÍR og síðan keppir Njarðvík við KR. Kristni-tökuhátíðin verður 2. apríl og Guðmundur fullyrðir að þá verði mikið um dýrðir. „Íþróttabandalag Suðurnesja heldur mót fyrir meistaraflokk karla en það hefst þann 20. febrúar. Lið Keflavíkur og Njarðvíkur mætast í fyrsta leik mótsins en þetta er í fyrsta sinn sem Keflavík tekur þátt í Suðurnesjamótinu“, segir Guðmundur og býst við æsispennandi móti. Opnunarhátíð Reykaneshall-arinnar verður haldin laugar-daginn 19. febrúar en þegar henni er lokið munu fatlaðir vera með frjálsíþróttamót í húsinu. Hluti frjálsíþróttamótsins verður haldinn í íþróttahúsinu í Njarðvík og við Sunnubraut í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024