Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Erilsamt í Helguvíkurhöfn
Föstudagur 4. ágúst 2017 kl. 20:00

Erilsamt í Helguvíkurhöfn

Mikil umferð skipa er um Helguvík þessa dagana. Skip þurfa jafnvel að bíða á ytri höfninni eftir að komast inn til uppskipunar. Þá þarf að vísa skipum frá bryggju í miðri uppskipun til að koma að skipum sem eru í áætlunarsiglingum. Þegar áætlunarskipin hafa verið afgreidd koma skipin sem vísað var frá aftur inn til hafnar. Þetta skapar oft mikið óhagræði.
 
Meðfylgjandi mynd var tekin í Helguvík seint á föstudagskvöld í síðustu viku þegar flutningaskipið Atlantic Patriot fór úr höfn en skipið hafði verið að skipa upp tréflís fyrir kísilver United Silicon í Helguvík. Þegar það skip var komið út úr hafnarkjaftinum mætti það Wilson Norfolk á leiðinni inn í höfnina en það skip kom einnig til Helguvíkur á vegum kísilversins.
 
Flest skipin sem koma til Helguvíkur tengjast starfsemi kísilversins en einnig eru tíðar skipakomur með eldsneyti fyrir flugið á Keflavíkurflugvelli og með sement en Helguvík er stærsta innflutningshöfn sements á landinu.
 
Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri stundum flókið að púsla saman skipakomum í Helguvík og fyrir löngu væri komin þörf á að lengja hafnargarða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024