Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erill vegna óveðurs
Laugardagur 23. desember 2006 kl. 10:33

Erill vegna óveðurs

Talsverður erill var hjá lögreglu og björgunarsveitum í Keflavík vegna veðurs en björgunarsveitir höfðu verið settar í viðbragðsstöðu. Rúður brotnuðu á fimm stöðum og í einu tilviki varð kona fyrir glerbrotunum og skarst nokkuð. Ýmislegt lauslegt fór af stað og járnplötur losnuðu af þökum og af skúr. Ekki er þó vitað um tjón vegna þess.
Stórt skilti á þaki Lyfju við Hringbraut losnaði en björgunarsveitarmenn gátu fest það. Talsverður erill var einnig vegna ölvunar. Einn gisti fangageymslu vegna ölvunar og óláta og einn ökumaður var tekinn ölvaður við akstur.
Þá var rúða brotin í bifreið í bifreiðastæði á Hafnargötu og rúða brotin á róluvellinum við Miðtún og hafði grjóti verið kastað í hana. Árekstur varð á gatnamótum Aðalgötu og Smáratúns. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti báðar bifreiðarnar með dráttarbifreið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024