Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 23. maí 2001 kl. 09:38

Erill í sjúkraflutningum

Samtals voru 28 útköll hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja í síðustu viku. Þar af voru 26 vegna sjúkraflutninga en flest þeirra voru vegna veikinda og minniháttar slysa.
Þá voru tvö umferðarslys, annað við Flugvallarveg og voru fjórir farþegar fluttir á slysadeild HSS en meiðsl þeirra voru minniháttar. Allharður árekstur varð við Hringbraut og þurfti klippubúnað slökkviliðsins til að ná ökumanni úr bifreiðinni.
Rólegt var í brunaútköllum en slökkvilið BS fór í tvö brunaútköll, þar ef einn sinueld á Vatnsleysuströnd. Í kjölfar þess útkalls kom neyðartilfelli á sjúkrabíl þannig að seinka þurfti viðbrögðum við þeim eldi og kalla þurfti inn menn af frívakt.
Árlega fótboltamót slökkviliða var haldið í Valsheimilinu um helgina og burstuðu slökkviliðsmenn BS kollega sína af Keflavíkurflugvelli með 8 mörkumn gegn 6. Úrslitin voru athyglisverð því öll liðin skyldu með jöfnum stigum og réðust því úrslitin á markahlutfalli þannig að “A” lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var í fyrsta sæti, lið Keflavíkurflugvallar í öðru og lið Brunavarna Suðurnesja í því þriðja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024