Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erill hjá Suðurnesjalögreglu í nótt
Sunnudagur 5. ágúst 2007 kl. 12:35

Erill hjá Suðurnesjalögreglu í nótt

Nokkur erill var hjá Suðurnesjalögreglunni í nótt vegna ölvunar á svæðinu. Maður á þrítugsaldri var handtekinn fyrir ölvun og óspektir fyrir utan einn skemmtistaðinn í Keflavík. Á manninum fundust einnig fíkniefni. Hann gisti fangageymslu og stóð til að yfirheyra hann í dag.

Tveir ökumenn voru handteknir vegna gruns um ölvunarakstur. Annar þeirra hafði auk þess heldur ekki ökuréttindi upp á vasann þar sem hann hafði verið sviptur þeim.

Þá var tilkynnt í gær um innbrot í vinnuskúr í Grindavík þaðan sem stolið var verkfærum.

Í gærdag voru þrír teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók var mældur á 123 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024