Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erill hjá lögreglu í nótt
Laugardagur 10. ágúst 2002 kl. 11:40

Erill hjá lögreglu í nótt

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Keflavík í nótt að sögn Halldórs Jenssonar varðstjóra. Meðal annars voru þrjár líkamsárásir tilkynntar til lögreglunnar. Þær voru allar minniháttar.Lögreglumenn í Keflavík höfðu einnig í nógu að snúast í gærdag að sögn Skúla Jónssonar varðstjóra. Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir hin ýmsu umferðarlagabrot, s.s. hraðakstur, fyrir að aka á öryggisbeltis, fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis og fyrir að leggja ólöglega. Þá var einn vörubifreiðastjóri kærður fyrir að leggja ökutæki sínu í íbúðabyggð og brjóta þannig lögreglusamþykkt Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024