Erill hjá lögreglu í nótt
Þó nokkur erill var hjá lögreglunni í Keflavík í nótt vegna ölvunar og óspekta á öldurhúsum Reykjanesbæjar. Þá var einn ökumaður handtekinn fyrir að aka undir áhrifum áfengis, að sögn Sigurðar Bergmann varðstjóra.Nokkur erill var í gær hjá sjúkrabílum á Suðurnesjum að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja.