Erill hjá lögreglu í Keflavík
Talsverður erill var hjá lögreglunni í Keflavík í nótt. Karlmaður var handtekinn vegna líkamsárásar í Grindavík og tveir ökumenn voru handteknir fyrir ölvun við akstur en annar þeirra er aðeins 16 ára.Þá voru rúður brotnar í húsi við Faxabraut í Keflavík og bíl sem stóð fyrir framan húsið. vísir.is greindi frá.