Erill hjá Keflavíkurlögreglunni
Erill var hjá lögreglunni í Keflavík í gærkvöldi og í nótt. Árekstur varð milli tveggja bifreiða í Innri-Njarðvík. Ökumenn beggja bifreiða kvörtuðu undam eymslum. Þá var ekið á kyrrstæða og mannlausa bifreið við golfskálann í Leiru í gærkvöldi. Ekki er vitað hver tjónvaldurinn er.Átta voru kærðir fyrir stöðvunarskyldubrot í gærkvöldi og fá sekt fyrir að stöðva ekki. Þá gisti einn fangageymslur vegna ölvunar og óspekta. Mikið líf var í Keflavík í nótt og bærinn m.a. fullur af Skotum, sem skemmtu sér vel eftir að hafa rassskellt Hauk Inga Guðnason og félaga í íslenska landsliðinu 0-2 í gær.