Eric Clapton í Leifsstöð
Bandaríski tónlistarmaðurinn og blúsarinn Eric Clapton sást í Flugstöð Leifs Eiríkssonar seinnipartinn í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvort kappinn hafi aðeins verið hér í stuttu stoppi eða hvort um lengri dvöl hafi verið að ræða. Vitað er til þess að Clapton hafi lagt leið sína hingað til lands til að veiða í ám Íslands en hvort hann sé hingað kominn í þeim erindargjörðum í þetta skiptið er ekki vitað. Ef svo er geta menn nú farið að bæta honum í hóp hinna fjölmörgu erlendu Íslandsvina!