Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erfitt aðgengi fyrir fatlaða við Gunnuhver
Mánudagur 27. mars 2023 kl. 06:53

Erfitt aðgengi fyrir fatlaða við Gunnuhver

– Ekki fengist fjármagn til framkvæmda

Aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól er slæmt við Gunnuhver á Reykjanesi. Leiðsögumaður með hóp fólks erlendis frá sem var með fimm hjólastóla þurfti frá að hverfa. Ítrekað hefur hann bent á stöðuna en leiðsögumaðurinn segir lítið þokast áfram og geti því ekki komið með ferðamennina á þennan vinsæla stað.

Víkurfréttir leituðu svara hjá Markaðsstofu Reykjaness. Þuríður H. Aradóttir segir það leiðinlegt að gestir hafi þurft að frá að hverfa en Gunnuhver hafi í gegnum tíðina ekki verið byggður upp með aðgengi hjólastóla í huga, eða markaðssettur sem slíkur áfangastaður. „Þó svo vilji hafi verið fyrir hendi, þá er það framkvæmd sem ekki hefur fengist fjármögnun í eins og er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég veit þó til þess að á síðustu árum hefur verið unnið að því að laga aðgengi og bæta aðstöðu á svæðinu til að dreifa gestum og bæta aðgengi að svæðinu öllu, bæði til að auka öryggi og vernda svæðið fyrir ágangi.

Í vetur var unnið að tímabundnum lausnum til að lagfæra veginn að Gunnuhver, uppstig og fleira sem náttúran hefur skolað frá en tíðarfar undanfarnar vikur hefur gert lítið úr þeim lagfæringum og gert það að verkum að farið er að sjá á áningarstöðum víða í landshlutanum sem ekki verður hægt að sinna að alvöru fyrr en undir vor.“

Myndirnar sýna glöggt hvernig aðgengi er háttað við Gunnuhver en í svari frá Markaðsstofu Reykjaness segir að í gegnum tíðina hafi svæðið ekki verið byggt upp með aðgengi hjólastóla í huga.