Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erfitt að ná endum saman hjá Víðismönnum
Sunnudagur 13. desember 2009 kl. 16:42

Erfitt að ná endum saman hjá Víðismönnum

Rekstur íþróttafélaga er erfiður í því árferði sem nú ríkir. Því hefur stjórn Knattspyrnufélagsins Víðis kynnst og á erfitt með að ná endum saman í rekstri knattspyrnuliðs og uppbyggingu á íþróttasvæðinu í Garði. Hefur stjórn Víðis nú sent ósk um stuðning til Sveitarfélagsins Garðs vegna reksturs og uppbyggingar hjá félaginu.

Bréf Víðismanna var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í Garði nú í vikunni. Á bæjarstjórnarfundinum kom fram að knattspyrnufélagið er að fara fram á stuðning upp á rúmar 9 milljónir króna. Tveir fulltrúar minnihlutans í Garði, þeir Einar Jón Pálsson og Ingimundur Guðnason, lögðu á það ríka áherslu á fundinum að bæjarfélagið styðji vel við Víði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjórn hefur falið bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Víðis og finna leið í samstarfi við félagið með það fyrir augum að samstarfið skili Víði auknum tekjum með nýjum leiðum þar sem báðir aðilar vinna saman. Verði viðkomandi samkomulag síðan lagt fyrir bæjarráð.



Loftmynd: Oddgeir Karlsson