Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erfingjar stöðva braggabyggingu
Sunnudagur 18. febrúar 2024 kl. 06:00

Erfingjar stöðva braggabyggingu

Afgreiðslu byggingarleyfis fyrir bragga við Narfakot á Vatnsleysuströnd hefur verið slegið á frest þar sem óvissa er um landamerki.

Erindið var grenndarkynnt og athugasemdir bárust frá erfingjum Halldórsstaða vegna grenndarkynningar á byggingarleyfi fyrir bragga í Narfakoti. Óska erfingjar Halldórsstaða eftir því að komist verði að samkomulagi um skiptingu lands sem hingað til hefur verið óskipt þar sem óvissa ríki um landamerki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Afgreiðsla skipulagsnefndar er að þar sem óvissa er um landamerki er málinu frestað. Ganga þarf frá samkomulagi um skiptingu lands áður en málsmeðferð um byggingarleyfi verður tekið fyrir.