Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erfið skuldastaða Sandgerðisbæjar - skuldar 5,4 milljarð
Miðvikudagur 25. maí 2011 kl. 10:52

Erfið skuldastaða Sandgerðisbæjar - skuldar 5,4 milljarð

„Skuldsetning Sandgerðisbæjar er mikil og þarf að vinna áfram að rekstrarlegri hagræðingu, auknum atvinnutækifærum og aukningu tekna,“ segir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri en ársreikningur bæjarins fyrir árið 2010 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Lög gera ráð fyrir að fjallað skuli um ársreikninginn á tveimur fundum bæjarstjórnar og samþykkti bæjarstjórn að vísa reikningunum til síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi þann 1. júní.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Niðurstaða ársreiknings fyrir árið 2010 er betri en gert hafði verið ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir A og B hluta var neikvæð um rétt rúmlega 64 mkr. en var áætluð neikvæð um tæplega 222 mkr. Betri rekstrarniðurstaða skýrist fyrst og fremst af gengishagnaði á langtímaskuldum og skuldbindingum. Aukning á rekstrargjöldum umfram áætlun er 44 mkr. fyrir A og B hluta en lækkar um 76 mkr. miðað við árið 2009.
Útsvarstekjur eru rúmlega 24 mkr. króna lægri en ráð hafði verið gert fyrir og skýrist það bæði af fækkun íbúa sem voru á árinu 2009 1711 en 1677 árið 2010 og lægri tekjum íbúanna. Útsvarstekjur námu 425 mkr. en voru árið 2009 468 mkr. og lækka því um 43 mkr. milli ára.
Stærsti einstaki útgjaldaliðurin er laun- og launatengd gjöld og nam kostnaðurinn 700,2 mkr. og hækkaði um 3 mkr. frá árinu 2009. Hækkun á árinu 2010 umfram áætlun eru 16 mkr. Fjöldi starfsmanna var 152 á árinu í 126 stöðugildum.
Fastafjármunir námu á árinu 2010, 4.849 mkr. og eignir eru samtals 6.575 mkr. Eignir hafa hækkað um 812 mkr. milli áranna 2009 og 2010.
Skuldir og skuldbindingar eru samtals 5.415 mkr. að meðtöldum leiguskuldbindingum sem nema 2.542 mkr. Skuldir við lánastofnanir voru í árslok 2010 eru 1.935 mkr.