Erfið færð í Reykjanesbæ - verið heima!
Gríðarlega erfið færð er innanbæjar í Reykjanesbæ eins og hefur lögreglan á Suðurnesjum bent fólki á fólksbílum á að vera ekki á ferðinni.
Eitthvað er um að ökumenn séu að festa bifreiðar í sköflum og er umferð mjög þung sökum þess, sérstaklega í efri hverfum eins og Ásbrú.
Öll snjóruðningstæki eru á ferðinni á svæðinu en erfitt er að ryðja þar sem mikið skefur.
„Þessi Víðir er víst farinn að láta til sín taka í veðrinu líka, hlýðum Víði og verum heima,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.
Allar frekari upplýsingar um færð er að finna á vef Vegagerðarinnar.
Páll Ketilsson tók þessar myndir nú síðdegis.