Miðvikudagur 18. janúar 2012 kl. 11:36
Erfið færð á Suðurnesjum
Færð á Suðurnesjum er ekki með besta móti um þessar mundir en víða er skyggni mjög slæmt. Á Reykjanesbraut er skyggni á köflum mjög slæmt og víða hálka en það sama er uppi á teningnum á Grindavíkurvegi. Víða á Suðurnesjum er svo mikil snjóþekja og snjókoma.