Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erfða- og lögræðismál og tannlækningar hjá eldri borgurum
Frá aðalfundi FEB í vor. VF-mynd/hilmarbragi.
Laugardagur 16. september 2023 kl. 06:36

Erfða- og lögræðismál og tannlækningar hjá eldri borgurum

Fræðslufundur hjá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum.

„Við erum að bjóða upp á ýmsar nýjungar í starfinu og viljum meðal annars fræða fólk á ýmsan hátt,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

Fimmtudaginn 28. september kl. 14 verður efnt til fræðslufundar á Nesvöllum. Tvö erindi verða á fundinum. Annað verður um erfða- og lögræðismál en Lilja Margrét Ólsen frá Katla lögmenn mun fjalla um það og svara spurningum. Í hinu erindinu fjallar Dimitri A. Torkin, tannlæknir í Reykjanesbæ, um tannlækningar eldri borgara og réttindi gagnvart sjúkratryggingum. 

Kristján segir að framundan séu fleiri fræðsluerindi og námskeið, m.a. verður námskeið þar sem karlar fá kennslu um ýmis atriði í matreiðslu, m.a. að sjóða vatn og egg. Formaðurinn segir að það sé mikilvægt að fræða og kenna eldri borgurum ýmislegt. Í undirbúningi er árshátíð í nóvember og undirbúningur fyrir þorrablót í vetur er hafinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við viljum hafa kraftmikið starf og viðtökur við mörgum nýjungum hafa verið mjög góðar. Nýlega vorum við með ferð á Vesturland og hún seldist upp. Ég vil líka þakka fyrir góðar viðtökur fyrirtækja sem mörg veita eldri borgurum á félaginu afslætti af vörum og þjónustu. Árgjaldið í FEB er bara 2.500 kr. en það er fljótt að borga sig upp því við erum með afslætti mjög víða,“ sagði Kristján Gunnarsson.