Er tilgangur? frumsýndur í kvöld
Leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Vox Arena frumsýnir í kvöld söngleikinn "Er tilgangur?" eftir Júlíus Guðmundsson í gömlu vélageymslunni í 88Húsinu. Höfundur söngleiksins er Júlíus Guðmundsson en hann var settur upp fyrir 10 árum síðan. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Marinó Sigurðsson en alls taka 40 nemendur þátt í uppfærslunni. Uppselt er á frumsýningu en næstu sýningar verða sunnudaginn 13. febrúar kl. 20:00 og laugardaginn 19. febrúar. Boðið verður upp á grunnskólasýningar miðvikudaginn 16. febrúar kl. 17 og 19:00.Miðapantanir eru í s. 868 7673 eftir kl. 15.00 á daginn.
Miðaverð er 1.500 kr., en 1.000 kr. fyrir félaga í NFS. Hópafsláttur í boði.
Sýningar:
Föstudag 11. febrúar kl. 20, uppselt
Sunnudag 13. febrúar kl. 20
Miðvikudag 16. febrúar kl. 17 og 20, grunnskólasýningar
Laugardag 19. febrúar kl. 20
Sunnudag 20. febrúar kl. 20







