Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Er tilgangur? frumsýndur í kvöld
Föstudagur 11. febrúar 2005 kl. 17:18

Er tilgangur? frumsýndur í kvöld

Leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Vox Arena frumsýnir í kvöld söngleikinn "Er tilgangur?" eftir Júlíus Guðmundsson í gömlu vélageymslunni í 88Húsinu. Höfundur söngleiksins er Júlíus Guðmundsson en hann var settur upp fyrir 10 árum síðan. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Marinó Sigurðsson en alls taka 40 nemendur þátt í uppfærslunni. Uppselt er á frumsýningu en næstu sýningar verða sunnudaginn 13. febrúar kl. 20:00 og laugardaginn 19. febrúar. Boðið verður upp á grunnskólasýningar miðvikudaginn 16. febrúar kl. 17 og 19:00.

Miðapantanir eru í s. 868 7673 eftir kl. 15.00 á daginn.
Miðaverð er 1.500 kr., en 1.000 kr. fyrir félaga í NFS. Hópafsláttur í boði.

Sýningar:
Föstudag 11. febrúar kl. 20, uppselt
Sunnudag 13. febrúar kl. 20
Miðvikudag 16. febrúar kl. 17 og 20, grunnskólasýningar
Laugardag 19. febrúar kl. 20
Sunnudag 20. febrúar kl. 20
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024