Er þín mynd meðal þeirra bestu?
Hér eru Instagram myndir vikunnar, en ein af þessum myndum á möguleika á góðum vinningum þegar næsta tölublað Víkurfrétta kemur út, fimmtudaginn 15. ágúst. Víkurfréttir leitast eftir því að fá myndir frá bæjarlífinu á Suðurnesjunum og er gaman að renna í gegnum allar þær myndir sem merktar hafa verið #vikurfrettir á Instagram myndaforritinu.
	
Margar myndir bárust af fallegum himni en sólsetrið á Reykjanesinu er alltaf fagurt.
	
Keflvískar fimleikastúlkur lentu í 2. sæti á Unglingalandsmóti UMFÍ.
	
Hún var huguð þessi sem stundaði sjóstund í Sandgerði.
	
Starfsmaður Bónus setti inn mynd af verkefni dagsins.
	
	Nýjasta leiktækið fyrir utan 88 húsið er skemmtilegt í sólinni, eða jafnvel í rigningu.
Slökkvilið Grindavíkur er með Instagram og setti inn þessa flottu mynd.
	
Hjólabrettaiðkun er nokkuð vinsæl í Reykjanesbæ og þessir strákar renndu sér á bretti á höfninni.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				