Er þetta húsbíll?
Suðurgata 19 á ferð um Reykjanesbæ
Þetta hús sem áður stóð við Suðurgötu 19 fór í heilmikið ferðalag á dögunum. Nú hefur risið nýtt húsnæði á lóðinni þar sem húsið stóð gegnt gamla barnaskólanum við Skólaveg og því þurfti það gamla að víkja burt á flutningabíl.
Lesendur Víkurfrétta eru með puttann á púlsinum á meðan flutningum stóð og ljósmynduðu þegar verið var að flytja húsið á brott um götur Reykjanesbæjar eins og sjá má hér að neðan. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun húsið fá nýjan samastað í Grindavík.
Sigurbjörg Jónsdóttir tók þessa flottu mynd en hún var í hjólatúr með dóttur sinni.
Guðmundur Steinarsson mætti húsinu á miðri götu.
Merkið #vikurfrettir ef þið eigið myndir af svipuðum toga.