Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Er þetta fyrsta flugvél WOWair í Keflavík?
Fimmtudagur 10. nóvember 2011 kl. 16:50

Er þetta fyrsta flugvél WOWair í Keflavík?

Nú stendur Boeing 737-400 þota frá Flair air á svokölluðu austursvæði Keflavíkurflugvallar. Flugvélin flýgur undir kanadískum fána og herma heimildir af Keflavíkurflugvelli að þarna sé komin fyrsta flugvél hins nýja íslenska flugfélags WOWair. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og kunnugt er af fréttum ætluðu forsvarsmenn þess félags að ræða við kanadíska aðila um leigu á flugvélaflota.

Vélin frá Flair air sem nú er í Keflavík er 20 ára gömul en henni var fyrst flogið í ágúst árið 1991.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi